Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. ágúst 2018 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Gummi Magg setti þrennu í ótrúlegu jafntefli
Fyrirliðinn lét til sín taka á Laugardalsvellinum.
Fyrirliðinn lét til sín taka á Laugardalsvellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fram 3 - 3 Þór
0-1 Sveinn Elías Jónsson ('12)
0-2 Ármann Pétur Ævarsson ('30)
1-2 Guðmundur Magnússon ('43)
2-2 Guðmundur Magnússon ('72)
3-2 Guðmundur Magnússon ('74, víti)
3-3 Alvaro Montejo ('95, víti)

Fram tók á móti Þór í æsispennandi viðureign í Inkasso-deildinni. Tíu stig skildu liðin að í fjórða og sjötta sæti deildarinnar fyrir upphafsflautið.

Gestirnir frá Akureyri byrjuðu betur og skallaði Sveinn Elías Jónsson góða fyrirgjöf frá Jóhanni Helga Hannessyni í netið snemma leiks.

Þórsarar tvöfölduðu forystuna nokkru síðar þegar Ármann Pétur Ævarsson potaði knettinum í netið eftir glæsilega aukaspyrnu frá Aroni Kristófer Lárussyni.

Heimamenn voru þó ekki búnir að gefast upp og náði Guðmundur Magnússon fyrirliði að minnka muninn rétt fyrir leikhlé. Hann stakk þá vörn Þórs af og potaði boltanum framhjá Aroni Birki Stefánssyni sem hefði mátt gera betur í markinu.

Bæði lið héldu áfram að skapa sér dauðafæri og jafnaði Gummi Magg leikinn fyrir heimamenn á 72. mínútu. Tveimur mínútum síðar fullkomnaði hann þrennuna með marki úr vítaspyrnu og kom sínum mönnum í forystu í fyrsta sinn í leiknum.

Fred Saraiva var nálægt því að innsigla sigurinn í uppbótartíma en inn fór boltinn ekki og var það ansi dýrkeypt fyrir heimamenn sem fengu vítaspyrnu dæmda á sig á síðustu sekúndum leiksins.

Alvaro Montejo steig á punktinn og skoraði og tryggði gestunum þannig stig úr þessum ótrúlega leik.

Þór rekur lestina í afar spennandi og þéttri toppbaráttu þar sem aðeins þrjú stig skilja Akureyringa að frá toppliði ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner