Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 09. september 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Burke til Sheff Utd og Robinson til West Brom (Staðfest)
Oliver Burke.
Oliver Burke.
Mynd: Getty Images
Skoski landsliðsmaðurinn Oliver Burke hefur gengið í raðir Sheffield United frá West Bromwich Albion.

„Við þurftum að fá meiri hraða og Oli gefur okkur klárlega það. Við erum í skýjunum með að fá hann. Hann hefur á köflum ekki náð að sýna sínar bestu hliðar en við vonumst til að ná því besta út úr honum," segir Chris Wilder, stjóri Sheffield.

Burke er 23 ára vængmaður sem spilaði hjá Alaves á Spáni á lánssamningi síðasta tímabil.

Sem hluti af samkomulaginu gengur Callum Robinson í raðir West Bromwich Albion. Robinson er 25 ára framherji sem var hjá West Brom á lánssamningi seinni hluta síðasta tímabils.

„Ég naut þess að vera á láni hjá félaginu síðasta tímabil. Þetta er frábært félag með sönnum fjölskylduanda," segir Robinson sem skoraði þrjú mörk í sextán leikjum fyrir WBA en liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina.


Athugasemdir
banner
banner