Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. september 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Logi Ólafs: Við höfum harma að hefna
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun ræðst hvaða þrjú lið fylgja ÍBV í undanúrslit Mjólkurbikars karla en þá verða áhugaverðir leikir í 8-liða úrslitum á dagskrá.

FH og Stjarnan eigast við á Kaplakrikavelli klukkan 16:30 en þegar þessi lið áttust við í deildarleik í síðasta mánuði vann Stjarnan 2-1 útisigur á dramatískan hátt í blálokin.

„Við höfum harma að hefna. Við misstum leikinn niður gegn þeim síðast og við þurfum að gera betur á morgun. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta verði barátta og slagsmál eins og þetta hefur verið milli þessara liða," segir Logi Ólafsson, þjálfari FH, í viðtali á Facebook heimasvæði félagsins.

Það er mikið leikjaálag framundan hjá íslenskum liðum.

„Það er gott að vera með svona breiðan hóp því það koma sjálfsagt áföll og afföll þegar prógrammið er svona þétt. Þessi leikur á morgun er leikur í 8-liða úrslitum bikars og það hafa verið jafnir leikir á milli þessara liða."

Logi segir að þjálfarateymi FH hafi verið að vinna í því að bæta lókamlegt ástand leikmanna og það hafi tekist vel.

„Mér sýnist við vera betur á okkur komnir núna en við vorum fyrir hálfum mánuði," segir Logi.

fimmtudagur 10. september

Mjólkurbikar karla
16:30 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur-HK (Origo völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner