Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2020 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Pedro Hipolito með sitt lið á toppnum
Pedro Hipolito.
Pedro Hipolito.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalinn Pedro Hipolito er að gera mjög flotta hluti með Næstved í dönsku C-deildinni.

Næstved vann góðan heimasigur gegn Avarta á heimavelli í dag. Næstved komst yfir á 21. mínútu og annað mark liðsins kom á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Þriðja og síðasta markið kom svo í uppbótartímanum.

Þar við sat og lokatölur 3-0 fyrir lærisveina Pedro sem eru á toppnum í riðli 2 í C-deildinni með 17 stig eftir sjö leiki. Liðið hefur unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og ekki enn tapað leik.

Pedro er fyrrum þjálfari Fram og ÍBV. Hann kom fyrst hingað til lands sumarið 2017. Hann var ráðinn til Fram og fékk hann eftirminnilega meðmæli frá Rui Faria, þáverandi aðstoðarmanni Jose Mourinho hjá Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner