Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. nóvember 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Times segir Alexis Sanchez vilja fara til PSG
Mynd: Getty Images
Times greinir frá því að Alexis Sanchez sé á förum frá Old Trafford tæpu ári eftir að hann var fenginn til félagsins í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.

Alexis var fenginn til Rauðu djöflanna eftir að hafa verið burðarstólpur og helsta stjarna Arsenal en hann fann sig aldrei undir stjórn Jose Mourinho.

Sanchez er 29 ára gamall og telur sig þurfa að skipta um félag til að koma ferlinum aftur á réttan kjöl. Times segir hann vera einmanna, leiðan og hundsaðan hjá Man Utd.

Alexis er núna dottinn á eftir Marcus Rashford og Anthony Martial í goggunarröðinni um byrjunarliðssæti en ofursamningur hans við félagið rennur ekki út fyrr en eftir fjögur ár.

Kantmaðurinn frá Síle, sem kom til Arsenal frá Barcelona, var eftirsóttur af PSG og Manchester City í fyrra. PSG krækti í Kylian Mbappe í staðinn og hafði Man Utd svo betur gegn City í baráttunni um leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner