Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. nóvember 2022 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reece James fer ekki á HM - Eyðilagður þegar hann fékk tíðindin
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum The Athletic hefur Reece James, hægri bakverði Chelsea, verið sagt að hann verði ekki í enska landsliðshópnum sem fer á HM í Katar.

Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate á að hafa hringt í James í gær og látið hann vita að hann yrði ekki í 26 manna landsliðshópnum. Hópurinn verður tilkynntur á morgun.

James er að jafna sig á hnémeiðslum og vill Southgate ekki taka áhættuna á því að velja leikmanninn.

James hefur verið bjartsýnn á að ná sér að fullu fyrir HM. Hann skokkaði í fyrsta sinn í gær eftir meiðslin og sérfræðingur hafði sagt honum að hann gæti spilað aftur í lok mánaðar. Lokaleikur Englands í riðlinum er gegn Wales þann 29. nóvember og var horft á þann leik sem mögulega endurkomu James.

James, sem á fimmtán landsleiki að baki, var eyðilagður þegar hann fékk tíðindin en virðir ákvörðun þjálfarans. Hann mun halda endurhæfingarferlinu áfram hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner