Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. janúar 2020 13:54
Elvar Geir Magnússon
Tosun til Crystal Palace (Staðfest)
Tosun í landsleik með Tyrklandi.
Tosun í landsleik með Tyrklandi.
Mynd: Getty Images
Tyrkneski landsliðssóknarmaðurinn Cenk Tosun hefur verið lánaður frá Everton til Crystal Palace út tímabilið.

Tosun hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Everton á meðan Palace hefur verið í miklu basli með markaskorun.

Roy Hodgson, stjóri Palace, segir mögulegt að Tosun spili sinn fyrsta leik um helgina. Þá mætir Palace liði Arsenal á heimavelli, í hádeigsleiknum á laugardag.

„Það er gott að fá hann inn þegar við þurfum nauðsynlega að bæta sóknarleik okkar. Hann er markaskorari en er einnig vinnusamur leikmaður," segir Hodgson.

Hann segist hafa haft áhuga á að fá Tosun þegar hann gekk í raðir Everton á sínum tíma. Everton hafi haft betur í baráttu um leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner