Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. mars 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
María Eva í Fylki (Staðfest)
María Eva í leik með Stjörnunni.
María Eva í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur gengið frá samningi við Maríu Evu Eyjólfsdóttur. Hún kemur til félagsins frá Stjörnunni.

María Eva, sem er fædd árið 1997, er uppalin í Fjölni. Hún hóf að leika í meistaraflokki árið 2011 með Fjölni. Frá 2016 hefur hún leikið með Stjörnunni í efstu deild.

Á síðustu leiktíð spilaði hún alla 18 leiki Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna.

María Eva hefur spilað 109 leiki í deild og bikar og skorað í þeim þrjú mörk. Þá á hún að baki fjóra leiki með U-16 landsliði Íslands og fimm leiki með U-17 ára liðinu.

„Við bjóðum Maríu Evu hjartanlega velkomna í Fylki," segir í tilkynningu Fylki.

Fylkir hefur spilað virkilega vel á undirbúningstímabilinu og varð liðið Reykjavíkurmeistari á dögunum. Fylkiskonur höfnuðu í sjötta sæti Pepsi Max-deildar kvenna á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner