Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. mars 2021 23:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Munu sleikja varirnar við þá tilhugsun að mæta þessu miðvarðapari"
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum miðvörður Manchester United, telur að Liverpool geti ekki unnið Meistaradeildina í ár nema liðið endurheimti annað hvort Virgil van Dijk eða Joe Gomez úr meiðslum áður en tímabilið klárast.

Liverpool tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit keppninnar með tveimur 2-0 sigrum gegn RB Leipzig.

Michael Owen, fyrrum sóknarmaður Liverpool, hefur trú á því að liðið geti unnið Meistaradeildina.

„Það er hægt að útiloka ákveðin lið í Meistaradeildinni en það er ekki hægt að útiloka Liverpool. Liverpool eru nægilega góðir til að vinna Meistaradeildina, engin spurning," sagði Owen á BT Sport.

Ferdinand var ekki alveg sammála því, ekki eins og staðan er núna alla vega.

„Ekki með þessa vörn. Ef Van Dijk og Gomez eru ekki þarna, þá vinna þeir ekki Meistaradeildina," sagði Ferdinand en Nathaniel Phillips og Ozan Kabak voru miðverðir í kvöld. Þeir leystu það verkefni mjög vel en Liverpool hefur átt í miklum vandræðum með að finna stöðugt miðvarðapar á tímabilinu vegna meiðslavandræða. Gomez og Van Dijk eru báðir glíma við alvarleg meiðsli.

„Bayern, Man City og PSG eru enn í keppninni. Þau lið munu sleikja varirnar við þá tilhugsun að mæta þessu miðvarðarpari," sagði Ferdinand.

Liverpool hefur gengið illa í ensku úrvalsdeildinni og gæti þurft að vinna Meistaradeildina til að komast í keppnina aftur á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner