Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. apríl 2019 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: McTominay og Coutinho
McTominay er á miðjunni hjá United.
McTominay er á miðjunni hjá United.
Mynd: Getty Images
Coutinho er í byrjunarliði Barcelona.
Coutinho er í byrjunarliði Barcelona.
Mynd: Getty Images
Ronaldo er klár í slaginn.
Ronaldo er klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Það er sannkallaður stórleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Barcelona á Old Trafford.

Í gær hófust 8-liða úrslitin með tveimur leikjum. Það eru tveir aðrir leikir í kvöld, annars vegar leikur Manchester United og Barcelona og hins vegar leikur Ajax og Juventus.

Síðast mættust Manchester United og Barcelona í Meistaradeildinni 2011. Þá áttust liðin við í úrslitaleiknum á Wembley og vann Barcelona þá 3-1.


Scott McTominay og Diogo Dalot byrja báðir hjá United í kvöld. Fred byrjar einnig. Þá eru Romelu Lukaku og Marcus Rashford í fremstu víglínu.

Rashford í stað Lingard er eina breytingin hjá United frá tapinu gegn Úlfunum í síðustu viku.

Hjá Barcelona byrjar Philippe Coutinho ásamt Messi og Suarez. Samuel Umtiti er á bekknum.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Young, Smalling, Lindelöf, Shaw, Dalot, McTominay, Fred, Pogba, Rashford, Lukaku.
(Varamenn: Romero, Jones, Rojo, Pereira, Lingard, Mata Martial)

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Semedo, Pique, Lenglet, Alba, Busquets, Rakitic, Arthur, Coutinho, Suarez, Messi.
(Varamenn: Cillessen, Umtiti, Sergi Roberto, Vidal, Malcom, Dembele, Alena)

Ronaldo byrjar
Cristiano Ronaldo hefur veirð að glíma við meiðsli en er í byrjunarliði Juventus sem heimsækir Ajax í kvöld. Hér að neðan má sjá byrjunarliðin.

Byrjunarlið Ajax: Onana, Veltman, De Ligt, Blind, Tagliafico, De Jong, Schöne, Neres, Van de Beek, Ziyech, Tadic.

Byrjunarlið Juventus: Szczesny, Joao Cancelo, Bonucci, Rugani, Alex Sandro, Pjanic, Matuidi, Bentancur, Ronaldo, Mandzukic, Bernardeschi.
Athugasemdir
banner
banner
banner