Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. maí 2020 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Ráðleggur Tottenham að ná í Fraser
Ryan Fraser í leik með Bournemouth
Ryan Fraser í leik með Bournemouth
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn Darren Bent ráðleggur Tottenham Hotspur að fá skoska vængmanninn Ryan Fraser frá Bournemouth í sumar.

Bent, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna árið 2018 en hann lék með félögum á borð við Tottenham, Ipswich, Sunderland, Charlton, Derby County og Aston Villa.

Í dag vinnur hann sem sparkspekingur en hann er á því að Tottenham eigi að sækja Ryan Fraser frá Bournemouth.

Fraser verður samningslaus í sumar en hann hefur verið einn af björtustu leikmönnum Bournemouth síðustu árin. Hann hefur verið orðaður við Arsenal, Liverpool og Tottenham.

„Hvar passar Fraser inn í liðið? Þú horfir á þrjá fremstu hjá þeim og hann gæti mögulega komið inn hægra megin. Við erum með Son vinstra megin, Kane upp á topp og svo gæti Fraser komið inn á hægri vænginn og barist við Lucas Moura um stöðuna," sagði Bent.

„Ef ég væri Tottenham þá myndi ég gera allt til að fá þessa týpu af leikmanni. Við sáum Man Utd gera þetta með Daniel James og hann hefur gert vel en ég er viss um að United bjóst ekki við því að hann myndi fara svona vel af stað. Ef Spurs getur fengið Fraser frítt þá væri það virkilega góð byrjun á glugganum," sagði Bent enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner