Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. júlí 2018 22:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Mögnuð tilþrif Mbappe - „Hjálpaðu mér"
Mbappe er ofboðslega góður í fótbolta.
Mbappe er ofboðslega góður í fótbolta.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Twitter
Hvað varst þú að gera þegar þú varst 19 ára?

Hann Kylian Mbappe er aðeins 19 ára gamall og hann er að slá í gegn á Heimsmeistaramótinu með Frakklandi.

Mbappe, sem er leikmaður Paris Saint-Germain, er að eiga frábært mót og hann átti flottan leik í kvöld þegar Frakkland sigraði Belgíu í undanúrslitunum. Mbappe skoraði ekki en hann hrellti varnarmenn Belgíu hvað eftir annað.

Frakkland vann leikinn 1-0 með marki Samuel Umtiti en stuttu eftir markið sýndi Mbappe mögnuð tilþrif þegar hann bjó til frábært fyrir Olivier Giroud. Giroud nýtti ekki færið, en þessi undirbúningur frá Mbappe var ótrúlegur - ekki margir sem geta þetta.

Myndband má sjá hér að neðan.


Það sem Ferdinand sagði um Mbappe
Ljóst er að Mbappe er ofboðslega góður í fótbolta. Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, var sérfræðingur í kringum leikinn hjá BBC og hann hafði þetta að segja um Mbappe:

„Að vera varnarmaður og verjast miklum hraða skapar hræðslu fyrir varnarmanninn. Að vera 19 ára að skapa hræðslu á HM er risastórt. Hvernig verstu Mbappe? Þú lítur upp og segir "hjálpaðu mér!". Þú þarft að hafa menn í kringum þig til aðstoðar."
Athugasemdir
banner