Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. september 2018 22:00
Ingólfur Stefánsson
Ramos ánægður með að Modric hafi verið valinn leikmaður ársins
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, er ánægður með það að liðsfélagi hans Luka Modric hafi verið valinn leikmaður ársins hjá UEFA á dögunum.

Ramos segir að Modric hafi átt það frekar skilið heldur en leikmenn sem eru ef til vill betur markaðsettir, líkt og Cristiano Ronaldo.

Þrátt fyrir frábært ár hjá Modric, þar sem hann sigraði Meistaradeildina með Real Madrid og kom Króötum í úrslitaleik HM, bjuggust margir við því að Ronaldo yrði valinn.

Ramos segir að Modric hafi átt verðlaunin meira skilið en nokkur annar. Hann segir að honum hafi liðið eins vel með niðurstöðuna og ef hann hefði unnið verðlaunin sjálfur.

Modric átti hins vegar frábært ár og átti verðlaunin algjörlega skilið segir Ramos.

„Það eru fáir leikmenn sem ég er eins stoltur með að fá að spila með og Modric. Hann er frábær vinur og frábær leikmaður,” sagði Ramos.

„Kannski eru leikmenn sem eru betur markaðsettir en hann en það þýðir ekki að hann hafi ekki átt verðlaunin skilið.”
Athugasemdir
banner
banner