Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. september 2021 13:03
Elvar Geir Magnússon
Mexíkó leyfir Jimenez að spila með Úlfunum
Mynd: Getty Images
Fótboltasamband Mexíkó hefur dregið kvörtun sína til FIFA til baka svo sóknarmaðurinn Raul Jimenez mun fá að spila með Wolves gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Jimenez var einn af þeim úrvalsdeildarleikmönnum sem settir voru í bann eftir að honum var ekki hleypt í landsliðsverkefni.

Fyrr í dag var greint frá því að Newcastle náði samkomulagi við paragvæska sambandið um að Miguel Almiron megi spila gegn Newcastle.

Spurning er hvort brasilíska fótboltasambandið muni fylgja í kjölfarið en eins og staðan er núna
er átta brasilískum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni bannað að spila um helgina.
Athugasemdir
banner
banner