Miguel Almiron hefur fengið grænt ljós á að spila með Newcastle á morgun þegar liðið mætir Manchester United.
Útlit var fyrir að leikmaðurinn fengi ekki að spila leikinn eftir að Newcastle hleypti honum ekki í landsliðsverkefni með Paragvæ.
Eftir viðræður við paragvæska fótboltasambandið hefur Newcastle hinsvegar fengið leyfi til að nota Almiron.
Útlit var fyrir að leikmaðurinn fengi ekki að spila leikinn eftir að Newcastle hleypti honum ekki í landsliðsverkefni með Paragvæ.
Eftir viðræður við paragvæska fótboltasambandið hefur Newcastle hinsvegar fengið leyfi til að nota Almiron.
„Þetta er erfið staða fyrir leikmanninn því það vilja allir spila fyrir þjóð sína. Það er búið að draga leikmenn í þessa stöðu. En sem betur fer getur hann spilað á morgun og við erum feikilega ánægðir með það," segir Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Sóknarmaðurinn Callum Wilson verður hinsvegar ekki með á morgun en hann er meiddur á læri. Bruce vill ekki segja til um hversu lengi hann verður á meiðslalistanum. Þá er Ryan Fraser líka fjarri góðu gamni eftir að hafa snúið sig á ökkla.
Newcastle heimsækir Old Trafford á morgun í leik sem hefst klukkan 14. Allra augu munu beinast að endurkomu Cristiano Ronaldo en Bruce segist vonast til þess að geta eyðilagt partíið.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Aston Villa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Bournemouth | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Brentford | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Brighton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Burnley | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Chelsea | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Crystal Palace | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Everton | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Fulham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Leeds | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Liverpool | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Man City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Man Utd | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Newcastle | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Nott. Forest | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sunderland | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Tottenham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir