Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. nóvember 2018 14:53
Ívan Guðjón Baldursson
Áslaug Munda framlengir við Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er búin að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik og er samningsbundin félaginu næstu þrjú árin.

Áslaug er fædd 2001 og lék 15 leiki í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir ungan aldur. Hún kom einnig við sögu í fjórum leikjum er Blikar unnu Mjólkurbikarinn og spilaði síðasta stundarfjórðunginn í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni.

Áslaug er uppalin hjá Hetti en kom til Blika síðasta vetur eftir að hafa gert vel með Völsungi í 2. deildinni.

Áslaug er partur af U19 liði Íslands sem vann Belgíu 5-1 í úrslitaleik um fyrsta sæti undanriðils fyrir EM og ljóst að hún gæti reynst Blikum afar mikilvæg á næstu árum.

„Við erum hæstánægð með þær fréttir að Áslaug Munda hafi ákveðið að framlengja samninginn við Breiðablik. Hún hefur sýnt gríðarlega miklar framfarir í Kópavoginum og við hlökkum til að sjá hana vaxa áfram hjá félaginu okkar," segir í færslu frá síðu knattspyrnudeildar Breiðabliks á Facebook.
Athugasemdir
banner