Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. nóvember 2018 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lindelöf: Getum stimplað okkur inn með sigri
Mynd: Getty Images
Sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf lítur á stórleikinn gegn Manchester City á morgun sem fullkominn leik til að binda enda á slæma byrjun Manchester United á tímabilinu.

Rauðu djöflarnir hafa verið að gera vel að undanförnu og unnu Juventus á útivelli í Meistaradeildinni í vikunni.

„Þetta verður mjög erfitt verkefni en við höfum mikið sjálfstraust og vitum að við getum skapað vandræði fyrir City. Þetta eru tvö gjörólík lið en sigurinn gegn Juventus gaf okkur aukið sjálfstraust," sagði Lindelöf.

„Við megum ekki slaka á í eina sekúndu því þetta er frábært lið með hágæða leikmenn. Við áttum erfiða byrjun á tímabilinu en getum stimplað okkur inn með sigri gegn Englandsmeisturunum."

Lindelöf hefur verið gagnrýndur frá komu sinni til Man Utd en hann hefur byrjað alla fimm leiki liðsins eftir síðasta landsleikjahlé og gengið hefur ekki látið standa á sér.

„Það er góð tilfinning að vera í byrjunarliðinu. Ég vona að ég hafi unnið mér inn byrjunarliðssæti gegn City."
Athugasemdir
banner
banner