Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 10. nóvember 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nasri vill 100 þúsund pund í vikulaun
Nasri var lánaður til Sevilla fyrir tveimur árum.
Nasri var lánaður til Sevilla fyrir tveimur árum.
Mynd: Getty Images
Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á að fá franska miðjumanninn Samir Nasri til liðs við sig.

Nasri er 31 árs gamall og var dæmdur í 18 mánaða leikbann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Nasri var dæmdur í bann í febrúar og má fyrst núna byrja að æfa með nýju félagi. Hann verður ekki gjaldgengur fyrr en á næsta tímabili nema bannið verði stytt.

West Ham og Everton hafa áhuga á Nasri en Daily Mail greinir frá því að miðjumaðurinn vilji fá 100 þúsund pund í vikulaun. Sú krafa sé að hægja á samningsviðræðum.

Nasri gerði garðinn frægan með Arsenal og Manchester City og á hann 41 A-landsleik að baki fyrir Frakkland. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna 27 ára gamall því hann var ekki valinn í landsliðshóp Didier Deschamps fyrir HM 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner