Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. desember 2018 05:55
Hafliði Breiðfjörð
England í dag - Gylfi fær Watford í heimsókn
Gylfi fagnar marki gegn Cardiff í síðustu umferð. Í kvöld eru það gulklæddir Warford liðar sem koma í heimsókn í Guttagarð.
Gylfi fagnar marki gegn Cardiff í síðustu umferð. Í kvöld eru það gulklæddir Warford liðar sem koma í heimsókn í Guttagarð.
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þá fá Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton lið Watford í heimsókn á Goodison Park í Liverpool. Leikurinn er auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport.

Morgan Schneiderlin gæti snúið aftur í hópinn hjá Everton í kvöld en hann hefur misst af síðustu sjö leikjum vegna meiðsla og þá snýr Michael Keane aftur eftir að hafa verið hvíldur gegn Newcastle eins og Theo Walcott og Bernard. Watford verður án Etienne Capoue sem tekur út leikbann fyrir rauða spjaldið gegn Leicester.

Þetta gæti orðið sérstakur leikur fyrir Marcos Silva stjóra Everton en hann stýrði Watford áður en hann tók við þeim bláklæddu. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta í lífi mínu sem þetta gerist er ég viss um," sagði hann um þetta við fréttamenn í gær og bætti við hann hlakki til leiksins þó hann búist við að hann veðri erfiður.

Tölfræðin er samt með Everton í liði því liðið hefur unnið 11 af 12 leikjum liðanna á heimavelli þeirra og sá tólfti endaði með jafntefli.

Leikur kvöldsins:
20:00 Everton - Watford (Beint á Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner