Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. janúar 2020 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool setti ótrúlegt met
Liverpool er í ham
Liverpool er í ham
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool bætti ótrúlegt met með 1-0 sigrinum á Tottenham Hotspur í kvöld en liðið er nú með 61 stig af 63 mögulegum eftir 21 umferð.

Roberto Firmino skoraði eina mark leiksins og þar með sjöunda útivallarmark sitt á tímabilinu en Liverpool setti öflugt met með sigrinum.

Liðið hefur nú unnið 20 leiki en ekkert annað lið í fimm stærstu deildunum í Evrópu hefur tekist að vinna 20 leiki af fyrstu 21.

Liverpool er með 16 stiga forystu á Leicester sem er í öðru sæti og þá á Liverpool leik til góða.

Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester United á Anfield en United er eina liðið sem hefur tekið stig af Liverpool á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner