Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. janúar 2020 17:28
Aksentije Milisic
Zlatan hefur nú skorað á síðustu fjórum áratugum
Mynd: AC Milan
Zlatan Ibrahimovic var í fyrsta sinn í dag í byrjunarliði AC Milan frá endurkomu sinni til félagsins. Zlatan gulltryggði sterkan útisigur gegn Cagliari í Seríu A deildinni og var þetta fyrsti sigur Milan í deildinni í rúman mánuð.

Það sem var enn áhugaverðara við þetta mark hjá Zlatan er það að nú hefur þessi stóri og stæðilegi framherji skorað mark á síðustu fjórum áratugum.

Svíinn sneri til baka í evrópuboltann seint í síðasta mánuði eftir að hafa verið í MLS deildinni og það tók Zlatan ekki langan tíma að stimpla sig inn hjá Milan. Hann skoraði þá með skoti í fjærhornið með vinstri fæti.

Flottur áfangi hjá hinum 38 ára gömlum Ibrahimovic.




Athugasemdir
banner
banner
banner