Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. mars 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Dómarinn sem var sakaður um rasisma settur í bann
Sebastian Coltescu.
Sebastian Coltescu.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur sett rúmenska dómarann Sebastian Coltescu í bann út tímabilið.

Coltescu var fjórði dómari í Meistaradeildarleik Paris Saint-Germain og Istanbul Basaksehir í desember. Hann lét gefa rautt spjald á aðstoðarþjálfara tyrkneska liðsins, Pierre Webo.

Allt sauð upp úr í kjölfarið. Coltescu var sakaður um kynþáttafordóma og leikmenn gengu af velli, eftir aðeins þrettán mínútur. Það þurfti að klára leikinn daginn eftir.

Coltescu notaði orðið 'negru' til að lýsa Webo en orðið negru þýðir svartur á rúmensku.

Í tilkynningu UEFA segir að Coltescu fari í bann fyrir óviðeigandi hegðun og hann þarf að sitja fræðslunámskeið fyrir 30. júní.

Aðstoðardómarinn Octavian Sovre þarf að sitja sama námskeið.
Athugasemdir
banner
banner