Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. mars 2021 12:47
Elvar Geir Magnússon
Hvernig má þetta vera?
Paul Scholes og Wayne Rooney.
Paul Scholes og Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
„Hvernig má þetta vera?" spyr fréttamaðurinn Tryggvi Páll Tryggvason, stuðningsmaður Manchester United, á Twitter. Hann vekur þar athygli á sturlaðri staðreynd úr enska boltanum.

Steve Bartram vinnur að fjölmiðlamálum fyrir Manchester United og hann bendir á að Paul Scholes hafi aðeins átt eina beina stoðsendingu sem leiddi að marki Wayne Rooney hjá United.

Samt sem áður spiluðu þessir frábæru fótboltamenn saman í átta og hálft tímabil hjá Rauðu djöflunum og Rooney skoraði 253 mörk.

Eina stoðsending Scholes á Rooney kom gegn AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2007 og var af dýrari gerðinni eins og sjá má hér að neðan.

Manchester United er einmitt að fara að mæta AC Milan í kvöld klukkan 17:55 í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.




Athugasemdir
banner
banner