Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. maí 2022 07:40
Elvar Geir Magnússon
Íslenska félagaskiptaglugganum lokað á miðnætti
Sigurður Egill Lárusson hefur mikið verið í umræðunni.
Sigurður Egill Lárusson hefur mikið verið í umræðunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskiptaglugginn hér á Íslandi lokar á miðnætti í kvöld. Glugginn opnar svo aftur, að þessu sinni, 29. júní og er opinn til 26. júlí.

Fótbolti.net mun að sjálfsögðu vera á vaktinni og fylgjast með helstu skiptum dagsins.

Einhver félagaskipti gætu verið tilkynnt á næstu dögum, það gæti tekið einhverja daga að klára félagaskipti milli landa. Félögin þurfa þó að skila inn skiptunum til KSÍ fyrir miðnætti í kvöld.

Þá segir í reglugerð KSÍ: „Hafi beiðni um félagaskipti verið stofnuð og undirrituðu samþykki leikmanns, og eftir atvikum forráðamanns, hlaðið upp í félagaskiptakerfi KSÍ fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með staðfestingu sinni í kerfinu."

Nokkur áhugaverð félagaskipti komu í gær; Daníel Finns Matthíasson fór úr Leikni í Stjörnuna og Garðabæjarfélagið losaði þá Þorstein Má Ragnarsson sem fór aftur í KR svo eitthvað sé nefnt.

Hér má sjá allar fréttir merktar (Staðfest)

Sigurður Egill Lárusson hefur verið mikið í umræðunni en hann hefur verið utan hóps hjá Val. Hann hefur verið orðaður við FH, Víking og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Fróðlegt verður að sjá hvað dagurinn ber í skauti sér, hvort Siggi Lár færi sig um set eða verði áfram á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner
banner