Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. maí 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tækifæri fyrir Hrannar að koma sér í gang - „No brainer fyrir mig"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, sleit krossband og reif liðþófa í júní í fyrra.

Sjá einnig:
„Þetta var bara viðbjóður"

Hann er að koma til baka eftir þessi meiðsli og hefur fengið félagaskipti frá KA yfir í Völsung. Hann fer á láni til uppeldisfélagsins sem hann spilaði síðast með árið 2013.

„Ég fékk grænt ljós frá sjúkraþjálfara í gær. Ég fer ekki beint í að spila 90 mínútur alveg strax, kannski hálftími eða svo til að byrja með og svo eftir 3-4 leiki gætu þetta orðið 90 mínútur," sagði Hrannar við Fótbolta.net í dag.

Hrannar staðfesti að hann muni snúa til baka í KA þegar sumarglugginn opnar en það er í lok júní.

„Ég horfi á þetta sem frábært tækifæri fyrir mig til að koma mér af stað og í leikform. Í júní eru einungis tveir leikir hjá KA en Völsungur spilar fimm leiki. Því var þetta 'no brainer' fyrir mig," sagði Hrannar.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, hafði ýjað að því í hlaðvarpsþættinum BÁN í vor að gamall Völsungur væri á leið til félagsins og myndi þar hjálpa bæði sér og félaginu. Sá Völsungur er Hrannar.

Völsungur er í 2. deild og næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Reyni Sandgerði á laugardag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner