Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 11. maí 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tryggvi Snær hjá Fram út 2023
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Snær Gerisson, eða sá spænski eins og hann er víst kallaður, hefur framlengt samning sinn við Fram.

Samningur hans gildir núna út tímabilið 2023.

Tryggvi er uppalinn í KR og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2018. Sumarið 2019 lék hann með KV og sumariðe ftir það fór hann í Fram.

Eftir tímabilið 2020 hjá Fram var hann fenginn yfir í Fram. Tryggvi getur bæði spilað á miðjunni og á kantinum.

Hann verður 22 ára í næsta mánuði. Hann hefur komið við sögu í öllum fjórum leikjum Fram í upphafi móts, tvisvar byrjað og tvisvar komið inn á sem varamaður.

„Það er okkur mikil ánægja að Tryggvi sé búinn að framlengja við Knattspyrnufélagið Fram og hlökkum við til að fylgjast með sambatöktum frá Tryggva Snæ í bláu treyjunni í sumar!" segir í færslu Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner