Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. júní 2018 08:53
Elvar Geir Magnússon
Æfingasvæði landsliðsins berskjaldað eftir vindhviðu
Icelandair
Tjald að fjúka við æfingasvæðið.
Tjald að fjúka við æfingasvæðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það blés hressilega í Gelendzhik í nótt, á svæðinu þar sem Ísland er að búa sig undir HM.

Vindhviða gerði það að verkum að girðing á æfingavellinum hrundi en girðingin var notuð til að hindra sýn inn á völlinn þegar taktík fyrir Argentínuleikinn er æfð.

Fjölmiðlamönnum var því vísað af svæðinu meðan íslenska liðið æfði í morgun, þeir gátu ekki notað aðstöðu sína sem er í tjaldi við völlinn.

Það setti þó ekki mikið strik í reikninginn þar sem hótel íslenskra fjölmiðlamanna er aðeins í um tveggja mínútna göngufjarlægð frá æfingasvæðinu.

„Þetta var eins og íslenskt haustveður," sagði íþróttafréttamaðurinn Arnar Björnsson sem vaknaði við lætin í rokinu í nótt.

Þó það gusti aðeins í Rússlandi í dag þá skín sólin skært og hitastigið er í kringum 26 gráður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner