Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrifar
Í BEINNI: Stelpurnar okkar sem fara til Englands
Fréttamannafundur hefst 15:00
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að opinbera landsliðshópinn sem fer fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í Englandi.

Hægt er að skoða hann með því að smella hérna.

Klukkan 15:00 hefst fréttamannafundur í Laugardal þar sem Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, mun svara spurningum um valið og mótið sem er framundan.

Við ætlum að hita upp fyrir fundinn með beinni textalýsingu og svo verður auðvitað lýsing frá fundinum.

Endilega fylgist með!
16:31
Fundinum er lokið.

Takk fyrir mig! Við munum auðvitað halda áfram að fylgjast með landsliðinu á næstu vikum og verðum í Englandi.




Eyða Breyta
16:30
"Þetta eru ekki skemmtilegustu símtöl sem ég hef tekið," segir Steini þegar hann er spurður að því hvort það hafi verið erfitt að skilja ákveðna leikmenn eftir.

"Það eru líka forréttindi að eiga svona marga leikmenn úr að velja... við veljum hóp sem við treystum og höfum trú á."

Eyða Breyta
16:28
Steini segist hafa fylgst vel með Áslaugu Mundu og er líka búinn að ræða við þjálfara hennar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

"Hún er búin að sýna það hversu frábær leikmaður hún er."




Eyða Breyta
16:24
Spurning hvort að þjálfarinn hafi áhyggjur af því að leikmenn séu ekki að spila alla leiki hjá sínu félagasliði.

"Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Í draumalandinu væru þær allar að spila allar mínútur og í toppstandi, en ég stýri ekki hinum liðunum og get ekki ráðið þessu. Þetta er eitthvað sem maður tekst á við sem landsliðsþjálfari."

"Allir sem eru í þessari stöðu velja leikmenn líka sem eru ekki að spila mikið. Þessir leikmen sem ég vel eru leikmenn sem ég treysti og hafa spilað vel hjá okkur."




Eyða Breyta
16:22
Steini segir að það verði opin æfing fyrir almenning 25. júní á Laugardalsvelli þar sem fólk getur mætt og horft á liðið. Hann segir að það hafi verið vonbrigði að fá ekki leik á Íslandi fyrir mót.




Eyða Breyta
16:19
Steini segist vera stuðningsmaður Manchester City en að það séu vonbrigði að spila á eins litlum velli á mótinu. Hann er þó ánægður með að það sé uppselt á leikinn og býst við góðri stemningu.

Eyða Breyta
16:17
Lúðvík Gunnarsson, Ólafur Ingi Skúlason og Davíð Snorri Jónasson eru leikgreinendur liðsins.




Eyða Breyta
16:16
Það eru 26 starfsmenn að fara á mótið með liðinu. Þar á meðal eru kokkar, leikgreinendur, öryggisstjórar og fleira.

"Það þarf allt að vera á hreinu svo við séum að standast allar kröfur sem eru gerðar í mótinu."

Eyða Breyta
16:15
Það er einn leikmaður sem er til taks ef Guðný verður ekki klár í slaginn.

Steini opinberar ekki hver það er, en mitt gisk er að það sé Ásta Eir Árnadóttir.

Eyða Breyta
16:14
Steini segist ekki hafa rætt við leikmenn sem voru í hópnum, en hann hringdi í þá leikmenn sem eru ekki í hópnum og hafa spilað fyrir hann undanfarin ár.

"Ég hringdi í þær allar."



Eyða Breyta
16:12
Steini segir að Guðný sé ekki 100 prósent í dag, en samkvæmt læknateyminu eigi hún að vera klár fljótlega eftir að hópurinn kemur saman.

Við höfum þangað til 26. júní til að breyta hópnum.




Eyða Breyta
16:10
Jæja, þá er Steini byrjaður að tala!



Eyða Breyta
16:05
Fundurinn á að vera byrjaður. Ég ætlaði að styðjast við útsendingu frá Vísi frá fundinum, en þar er bara verið að sýna frá blaðamannafundi lögreglu þrátt fyrir auglýsingu um annað...

Eyða Breyta
15:46
Stelpurnar okkar byrja á æfingum á Íslandi og fara svo til Póllands þar sem þær spila æfingaleik við heimakonur. Íslenska liðið fer svo yfir til Þýskalands þar sem það lýkur undirbúningi fyrir mótið.

Við munum fylgja liðinu til Póllands og Þýskalands og flytja fréttir af undirbúningnum.




Eyða Breyta
15:44


Eyða Breyta
15:42
Það styttist í fundinn. Sæbjörn Steinke verður fulltrúi .net þar. Enginn sem ég treysti betur fyrir þessu verkefni.

Eyða Breyta
15:29
Það er svakalega góð blanda af reynslumiklum og svo yngri leikmönnum í þessum hóp.

Sara Björk er leikjahæsti leikmaðurinn með 138 landsleiki og Telma Ívars er leikjaminnst með einn leik. Þær eru fjórar sem eiga yfir 100 landsleiki: Sara, Hallbera, Glódís og Dagný.

Sif Atla er elst í hópnum (36 ára) og Amanda Andra er yngst í hópnum (18 ára). Cecilía er líka 18 ára en hún er fædd fyrr á árinu.




Eyða Breyta
15:24
Svona er hópurinn í heild sinni.

Markverðir:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Bayern München)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Telma Ívarsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München)
Guðný Árnadóttir (AC Milan)
Guðrún Arnardóttir (Rosengård)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Kalmar)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Vålerenga)
Sif Atladóttir (Selfoss)

Miðjumenn:
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Dagný Brynjarsdóttir (West Ham)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Orlando Pride)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Bayern München)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon)
Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg)

Framherjar:
Amanda Andradóttir (Kristianstad)
Agla María Albertsdóttir (Häcken)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Brann)
Elín Metta Jensen (Valur)
Svava Rós Guðmundsdóttir (Brann
Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg)

Eyða Breyta
15:16
Nokkrar spurningar
Ég myndi segja að það séu nokkur spurningamerki varðandi byrjunarliðið fyrir mótið.

Eins og staðan er núna, þá myndi segja að Steini muni byrja með Söndru í markinu, með Glódísi og Guðrúnu í hjarta varnarinnar, Hallberu í vinstri bakverði, Dagný, Gunnhildi og Karólínu á miðjunni og Sveindísi á hægri kanti.

Guðný Árna hefur leikið í hægri bakverði í undanförnum leikjum en hún er búin að vera meidd. Það er því spurning hver byrjar þar ef hún er ekki klár. Líklegt er að Ingibjörg eða Elísa sé næst inn.

Á vinstri kanti er Agla María líkleg en hún er lítið búin að spila frá því hún fór til Svíþjóðar.

Það er ákveðið áhyggjuefni með níustöðuna. Berglind er búin að spila lítið í Noregi vegna meiðsla og þá hefur Elín Metta örugglega ekki verið að spila eins vel og hún hefði viljað með Val í upphafi móts.

Svo er auðvitað Sara Björk Gunnarsdóttir í þessum hóp. Hún er í líilli leikæfingu en er búin að gera ótrúlega vel í því að koma til baka eftir barnsburð. Hún er örugglega heilt yfir okkar besti leikmaður; er virkilega hægt að sleppa því að hafa hana í byrjunarliðinu?




Eyða Breyta
15:13
Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, ræddi í vikunni við Sæbjörn Steinke um nýja þætti sem sýndir eru á mbl.is.Bjarni heimsótti leikmenn í kvennalandsliðinu og eru tveir þættir þegar komnir út. Þættirnir heita Dætur Íslands.

Ég mæli mikið með hlustun en hægt er að gera það með því að smella hérna.




Eyða Breyta
15:07
Við birtum í gær grein þar sem starfsfólk okkar valdi sinn EM hóp. Spurningin sem við settum fram var einföld: Ef þú værir landsliðsþjálfari, hvaða leikmenn myndir þú taka með? Þetta var sem sagt ekki spá um það hvað Steini myndi gera, heldur val hjá okkar starfsfólki.

Við vorum sammála um að 18 leikmenn væru öruggir að fara með, en fimm sætin voru spurningamerki



Eyða Breyta
15:06
Annars er ég orðinn ótrúlega spenntur fyrir EM. Ég held að liðið hafi aldrei verið sterkara. Allavega hefur það aldrei verið meira spennandi.

Eyða Breyta
15:03
Mér þykir það leiðinlegt að okkar frábæra lið þurfi að spila tvo af leikjum sínum á Academy Stadium í Manchester. Þetta er heimavöllur kvennaliðs Manchester City, en þarna á ekki að halda leiki á stórmóti að mínu mati.

Ég hef komið tvisvar á þennan leikvang og maður finnur það alveg að þetta er æfingavöllur. Ég pantaði mér heitt kakó í seinna skiptið sem ég fór og það var ógeðslega vont.



Eyða Breyta
15:01
Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)

Ég myndi segja að við eigum fínan möguleika á að fara áfram. Frakkland verður erfiðasti leikurinn en við eigum góðan möguleika gegn Ítalíu og Belgíu.




Eyða Breyta
15:00


Eyða Breyta
15:00
Endilega notið kassamerkið #fotboltinet til að tjá ykkur um hópinn. Ykkar tíst gæti poppað upp hérna í lýsingunni.

Eyða Breyta
14:59
Hérna má sjá flott myndband sem KSÍ birti þegar hópurinn var tilkynntur.



Eyða Breyta
14:53
Framherjar:
Amanda Andradóttir (Kristianstad)
Agla María Albertsdóttir (Häcken)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Brann)
Elín Metta Jensen (Valur)
Svava Rós Guðmundsdóttir (Brann
Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg)

Örugglega frekar erfitt val fyrir Steina. Agla María og Berglind eru búnar að spila lítið með félagsliðum sínum upp á síðkastið og er Berglind búin að vera að glíma við meiðsli. Þá hefur Elín Metta örugglega ekki verið að spila eins vel og hún hefði viljað með Val í upphafi móts.

Það er gífurlega súrt fyrir Hlín Eiríksdóttur að missa af þessum hóp. Hún er búin að vera í stóru hlutverki með Piteå í Svíþjóð. Ég get líka ímyndað mér að Katrín Ásbjörnsdóttir og Sandra María Jessen séu ekki mjög sáttar þar sem þær hafa verið frábærar í Bestu deildinni til þessa.

Elín Metta er að fara á sitt þriðja stórmót, Berglind og Agla María á sitt annað mót og hinar þrjár munu þreyta frumraun sína á stórmóti.




Eyða Breyta
14:50
Miðjumenn:
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Dagný Brynjarsdóttir (West Ham)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Orlando Pride)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Bayern München)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon)
Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg)

Á miðsvæðinu er engin breyting frá síðasta verkefni. Þar eru sex leikmenn sem geta leyst stöðurnar þrjár á miðsvæðinu.

Það er frábært að fá Söru Björk aftur inn, þó hún sé ekki í mikilli leikæfingu. Eins góðan leiðtoga er erfitt að finna og hún er alltaf að fara að gefa mikið af sér þó hún spili ekki endilega 90 mínútur í öllum leikjum.

Sara er að fara á sitt fjórða mót, Dagný er að fara á sitt þriðja mót, Gunnhildur á sitt annað mót og hinar þrjár á sitt fyrsta.




Eyða Breyta
14:43
Varnarmenn:
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München)
Guðný Árnadóttir (AC Milan)
Guðrún Arnardóttir (Rosengård)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Kalmar)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Vålerenga)
Sif Atladóttir (Selfoss)

Það er ein breyting þarna frá síðasta hóp. Áslaug Munda er búin að jafna sig og er komin á fullt. Hún kemur inn fyrir liðsfélaga sinn hjá Breiðabliki, Ástu Eir Árnadóttur.

Ásta er búin að vera mjög góð í sumar og er eflaust mjög svekkt. Maður myndi líka skilja það ef Anna María Baldursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi væru í þessum hóp. Breiddin er svona mikil!

Sif er að fara á sitt fjórða stórmót, Glódís og Hallbera eru að fara á sitt þriðja stórmót, Elísa og Ingibjörg eru að fara á sitt annað mót og hinar þrjár eru að fara á sitt fyrsta mót.




Eyða Breyta
14:35
Markverðir:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Bayern München)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Telma Ívarsdóttir (Breiðablik)

Auður Scheving er væntanlega svekkt, en hún er búin að vera óheppin. Íris Dögg Gunnarsdóttir hefði líka getað verið þarna miðað við frammistöðu í fyrra og í ár.

En þessar þrjár eiga þetta allar mjög skilið og munu sinna góðu starfi í Englandi.

Sandra verður aðalmarkvörður, Cecilía varamarkvörður og Telma verður númer þrjú.

Sandra er á leið á sitt fjórða stórmót, en hinar tvær eru að fara á sitt fyrsta.



Eyða Breyta
13:35
Byrjum á að fara aðeins yfir hópinn...

Eyða Breyta
13:30
Góðan og gleðilegan daginn!
Í dag er stór dagur.

Það er búið að opinbera landsliðshópinn fyrir EM í næsta mánuði. Við ætlum að vera hér með textalýsingu og hita upp fyrir fréttamannafund landsliðsþjálfarans sem byrjar klukkan 15:00. Við verðum svo auðvitað með lýsingu frá fundinum sjálfum.

Endilega fylgist með!

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner