Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Gaal svarar Gullit fullum hálsi - „Þetta er kjaftæði"
Louis van Gaal
Louis van Gaal
Mynd: EPA
Ruud Gullit
Ruud Gullit
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, var ekkert sérstaklega hrifinn af ummælum landa síns, Ruud Gullit, en segir svarta þjálfara ekki fá nægilega mikla virðingu frá knattspyrnusambandinu.

Gullit er á lista yfir bestu leikmenn sem klæðst hafa hollensku landsliðstreyjunni. Hann vann Evrópumótið árið 1988 og var þá stjörnuleikmaður í stórkostlegu liði Milan á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Hann talaði við Helden um stöðu svartra þjálfara í bransanum og telur hann að þeir fái ekki sömu tækifæri og aðrir. Þeim væri aðeins treyst til að vera aðstoðarmenn.

„Hvað fékk Patrick Kluivert að gera hjá hollenska liðinu? Fékk hann að taka þátt í stýra æfingum? Ég veit ekkert um það. En hvað með Henk Fraser? Hann gerði það kannski einu sinni en ég veit ekkert um það. Fékk ég að gera það undir stjórn Dick Advocaat? Nei. Þeir sögðu að ég ætti að vera á milli leikmanna en ég fékk aldrei að stýra æfingu."

„Advocaat sýndi mér að hann þurfti ekki mína sérfræðiþekkingu en ég er samt þakklátur honum og það er honum að þakka að ég vann fyrir landsliðið. Ef þú spyrð mig hvort ég myndi gera þetta aftur þá er svarið nei. Í hvert einasta skipti sér maður svarta leikmenn sem fá aðeins að vera aðstoðarþjálfara. Þeir geta étið skít,"
sagði Gullit harðorður um knattspyrnusambandið.

Van Gaal svaraði Gullit á blaðamannafundi og segir þetta ekki rétt en Edgar Davids er aðstoðarmaður hans. Davids stýrði æfingu fyrr í vikunni.

„Mér finnst það ótrúlegt að hann getur séð þetta frá heimili sínu í Amsterdam eða á Ítalíu, hvort þjálfari sé að þjálfa eða ekki. Þetta er bara bull. Edgar Davids, aðstoðarmaður minn, stýrði svokallaðri þurri ítalskri æfingu í þessari viku."

„Ég vildi ekki þreyta leikmennina of mikið. Davids hefur spilað lengi í Seríu A og þeir gera mikið af þessu þar og Davids er miklu betri í þessu en ég."

„Það geta allir bara verið heima hjá sér og sagt hvað sem er og það er enginn sem efast það, nema þegar landsliðsþjálfarinn er spurður út í það og þá viðra ég mína skoðun á þessu,"
sagði Van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner
banner