Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Kolbeinn á skotskónum í langþráðum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum fyrir Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kolbeinn kom Gautaborg á bragðið eftir 12 mínútna leik gegn Östersund á útivelli í dag. Staðan var 0-2 í hálfleik fyrir Gautaborg og enduðu leikar 2-3.

Kolbeinn spilaði 56 mínútur en hann hefur núna skorað þrjú mörk í tíu leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þetta var langþráður sigur fyrir Gautaborg sem er núna í níunda sæti deildarinnar með 12 stig.

Í sænsku B-deildinni spilaði Böðvar Böðvarsson allan leikinn fyrir Helsingborg í góðum sigri gegn Akropolis. Helsingborg er í sjöunda en á tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan í töflunni.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Fyrsti sigurinn hjá Milos - Ísak átti stóran þátt í sigurmarki Norrköping
Athugasemdir
banner
banner