sun 11. júlí 2021 15:07
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Fyrsti sigurinn hjá Milos - Ísak átti stóran þátt í sigurmarki Norrköping
Milos og hans menn í Hammarby unnu í dag
Milos og hans menn í Hammarby unnu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic og hans menn í Hammarby unnu Degerfors 5-1 í sænsku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti sigur Milos eftir að hann tók við liðinu.

Liðið gerði 1-1 jafntefli í síðasta leik og fylgdi því á eftir með 5-1 sigri í dag.

Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Hammarby sem er að færa sig upp töfluna.

Hammarby er nú í sjötta sæti með 15 stig, átta stigum frá toppliði Malmö.

Á sama tíma vann Norrköping 1-0 sigur á Mjällby. Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði Norrköping og spiluðu allan leikinn. Jóhannes Kristinn Bjarnason sat allan tímann á bekknum.

Ísak Bergmann átti þátt í sigurmarkinu. Hann keyrði inn í teig með boltann, lét vaða á markið en markvörður Mjällby varði frá honum. Boltinn fór þaðan á Maic Sema sem skoraði af öryggi.

Norrköping vinnur annan leik sinn eftir sumarfríið og er nú í 3. sæti deildarinnar með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner