Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. september 2018 21:54
Arnar Helgi Magnússon
Courtois: Gaman að upplifa Víkingaklappið
Icelandair
Courtois í leiknum í kvöld.
Courtois í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thibaut Courtois markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins var sáttur eftir 0-3 sigur sinna manna á Ísland í kvöld.

Courtois átti nokkrar góðar vörslur í dag en heilt yfir var lítið að gera hjá honum.

Belgar komust yfir á 29. mínútu leiksins en þá skoraði Eden Hazard úr vítaspyrnu eftir að Sverrir Ingi braut á Romelu Lukaku. Lukaku var ekki búin að syngja sitt síðasta í leiknum en hann skoraði síðari tvö mörk Belga.

„Það var mjög gott andrúmsloft á vellinum í kvöld og það var virkilega gaman að upplifa víkingaklappið og sérstaklega gaman að sjá belgísku stuðningsmennina taka þátt," sagði Courtois þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn eftir leik.

„Völlurinn er ekki sá stærsti en það skiptir ekki máli þegar stemningin er svona góð eins og hún var í kvöld. Það er örugglega bara betra ef eitthvað er að spila á svona litlum völlum."

„Þetta var góður leikur fyrir okkur, augljóslega ekki fyrir Ísland en við getum verið mjög sáttir með okkar frammistöðu í kvöld."


Athugasemdir
banner
banner
banner