Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. september 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Napoli biður um að spila Evrópuleikina í Bari
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli.
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli.
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis forseti ítalska félagsins Napoli hefur sótt um að Evrópuleikir liðsins á heimavelli á tímabilinu verði spilaðir í Bari.

Heimavöllur Napoli, San Paolo leikvangurinn, hefur verið á undanþágu frá UEFA en sætin á honum standast ekki kröfur. Sú undanþága er nú runnin út.

Leikvangurinn er í eigu Napólí borgar og hefur De Laurentiis gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að sinna honum ekki. Hann hefur sagt að nauðsynlegt sé að fótboltafélagið Napoli eignist sinn eigin leikvang.

Bari er talsvert langt frá Napoli en það tekur svipaðan tíma að keyra milli staða eins og það tekur að keyra frá Reykjavík til Kirkjubæjarklausturs.

En af hverju vill Napoli spila í Bari?

De Laurentiis varð einnig eigandi fótboltafélags Bari eftir að liðið var dæmt niður í B-deildina vegna fjárhagsvandræða. Sonur hans, Luigi, er stjórnarformaður félagsins.

Napoli er með Liverpool, PSG og Rauðu stjörnunni í riðli í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner