Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. september 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Þriðja Evrópukeppnin í smíðum - Gott fyrir íslensk félög?
Meistaradeildin verður áfram á sínum stað.
Meistaradeildin verður áfram á sínum stað.
Mynd: Getty Images
UEFA stefnir á að búa til nýja Evrópukeppni fyrir félagslið frá og með árinu 2021.

Meistaradeildin og Evrópudeildin hafa verið til staðar í áraraðir en áður voru keppnirnar þrjár, Meistaradeildin, Evrópukeppni félagsliða og Evrópukeppni bikarhafa.

Andrea Agnelli, yfirmaður Evrópukeppna hjá UEFA, staðfesti á fundi í Króatíu í dag að stefnt sé á að byrja aftur með þriðju keppnina árið 2021.

Ekkert hefur verið gefið upp hvernig fyrirkomulagið á nýju keppninni verður eða hvaða lið taka þátt þar.

Því er ekki ennþá ljóst hvort að Evrópusætum fyrir íslensk félög komi til með að fjölga eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner