Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 11. september 2021 23:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: KF vann ÍR í síðasta heimaleik Halldórs
Halldór Ingvar í leik með KF í sumar
Halldór Ingvar í leik með KF í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF 2 - 1 ÍR
1-0 Andi Andri Morina ('45 )
1-1 Pétur Hrafn Friðriksson ('45 )
2-1 Theodore Develan Wilson III ('90 )

KF lagði ÍR, 2-1, í 2. deild karla í dag en þetta var síðasti heimaleikur markvarðarins, Halldórs Ingvars Guðmundssonar, fyrir Fjallabyggðarfélagið.

Andi Andri Morina kom KF yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Pétur Hrafn Friðriksson jafnaði metin andartaki síðar.

Theodore Develan Wilson þriðji gerði sigurmark KF undir lok leiksins og 2-1 sigur staðreynd.

KF er nú í 4. sæti með 34 stig en þetta var síðasti heimaleikur Halldórs Ingvars fyrir KF. Markvörðurinn knái leggur hanskana á hilluna eftir þetta tímabil en hann lék fyrsta leik sinn aðeins 15 ára gamall árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner