Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 11. september 2021 16:53
Hafliði Breiðfjörð
Andri Steinn: Leikurinn var búinn á þessum tíma
Lengjudeildin
Andri Steinn Birgisson.
Andri Steinn Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög svekkjandi að fá svokallað flautumark á sig og sérstaklega því tíminn er búinn," sagði Andri Steinn Birgisson einn þjálfara Kórdrengja eftir 2 - 2 jafntefli við Fram í Lengjudeildinni í dag. Guðmundur Magnússon jafnaði metin í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  2 Fram

„Okkur heyrist að aðstoðardómarinn kalli á dómarann að flauta leikinn af því leikurinn sé búinn. Samkvæmt okkar klukku á bekknum var tíminn kominnn vel eina og hálfa yfir uppbótartíma. Ég skil vel að það sé 30-40 sekúndum bætt við. En að fá svona mark á sig er hrikalega svekkjandi."

Andra Steini var mikið niðri fyrir og kvartaði yfir dómgæslu í sumar en þegar honum var bent á að Egill Arnar Sigurþórsson, einn af bestu dómurum landsins hafi dæmt leikinn í dag sagði hann.

„Jájá, það er kannski ekkert út á dómarann að setja gæðalega séð en heilt yfir í sumar fáum við aldrei neitt. Það er eins og það sé búið að negla það í einhvern stein að við fáum ekki neitt," sagði hann og bætti við að honum hafi þótt sínir menn eiga sigurinn skilinn.

Hann kvartaði yfir uppbótartímanum, hann hafi verið lengri en hafi verið gefið upp. En í uppbótartíma fékk Andri Steinn sjálfur áminningu og Davíð Smári Lamude þjálfari fékk að líta rauða spjaldið.

„Við fengum frá aðstoðardómaranum að það sé þremur mínútum bætt við. Rauða spjaldið fer á loft þegar þeir fá hornspyrnu í lokin. Þá eru komnar 4:33 á klukkuna, ein og hálf mínúta framyfir og þá á eftir að framkvæma hornið og allt það. Samkvæmt mínum útreikningum hefðu 30-45 sekúndum verið eðlilega bætt við svo leikurinn var búinn á þessum tíma."

Nánar er rætt við Andra Stein í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir áfram um dómgæslu í sumar og segir þjálfara annarra liða styðja sig í þeirri skoðun að dómgæsla falli gegn þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner