Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. september 2021 14:30
Victor Pálsson
Hiddink hættur þjálfun 74 ára gamall - Veiran hafði mikil áhrif
Mynd: Getty Images
Gus Hiddink er hættur þjálfun eftir ansi farsælan feril sem knattspyrnustjóri en hann tók við sínu fyrsta starfi árið 1987.

Hiddink hefur undanfarið ár stýrt landsliði Curacao en árið var erfitt og smitaðist hann til dæmis af COVID.

„Ég ræddi við forseta Curacao. Ég var óhæfur til starfa vegna Covid. Okkur mistókst að komast á HM og liðinu var bannað að taka þátt í Gullkeppninni," sagði Hiddink eftir þessa ákvörðun.

„Ég fór yfir málin með forsetanum og við tókum ákvörðun um að ég myndi hætta. Ég ætla að hætta þjálfun. Er þetta búið? Já, þetta er búið."

Hiddink er 74 ára gamall en hann hefur þjálfað gríðarlega góð lið á ferlinum og var valinn stjóri ársins árið 2002.

Hiddink vann sex deildarmeistaratitla með PSV Eindhoven í Hollandi þar sem hann vann frá 1987-1990 og svo 2002-2006.

Hann stýrði einnig liðum eins og Real Madrid, Valencia, Chelsea og hollenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner