Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 11. september 2021 15:58
Victor Pálsson
Lengjudeildin: ÍBV aftur í efstu deild - Þróttarar fallnir
Komnir upp!
Komnir upp!
Mynd: Hrefna Morthens
Fallnir.
Fallnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík er fallið niður í 2. deild karla eftir leik við ÍBV á útivelli í 21. leik sínum á þessu tímabili.

Þróttarar hafa verið í miklu basli í allt sumar og eru með 14 stig eftir 21 leik. 3-2 tap gegn ÍBV sendir liðið niður í aðra deild.

Þróttarar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Lengjudeildinni og þá þurfti liðið að treysta á að Þór myndi misstíga sig gegn Selfoss.

ÍBV er á sama tíma komið upp í Pepsi Max-deildina á ný eftir þennan sigur og mun leika þar næsta sumar.

ÍBV er með 44 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Fjölni sem er í því þriðja.

Fjölnir vann 2-1 sigur á Vestra í dag og fer upp fyrir Kórdrengi sem gerðu 2-2 jafntefli við Fram. Liðið var hársbreidd frá því að verða fyrsta liðið til að vinna Fram í sumar en meistararnir jöfnuðu metin í blálokin.

Fleiri leikir fóru fram en Grótta vann til að mynda öruggan 5-3 sigur á Víkingi Ó. sem er fallið í 2. deild.

Þórsarar töpuðu 2-1 heima gegn Selfoss en eftir tap Þróttar þá er ljóst að liðið heldur sæti sínu í næst efstu deild.

Kórdrengir 2 - 2 Fram
1-0 Arnleifur Hjörleifsson ('29 )
1-1 Kyle Douglas McLagan ('33 )
2-1 Loic Cédric Mbang Ondo ('76 , víti)
2-2 Guðmundur Magnússon ('95 )

Lestu um leikinn

Fjölnir 2 - 1 Vestri
1-0 Baldur Sigurðsson ('6 )
1-1 Luke Morgan Conrad Rae ('44 )
2-1 Ragnar Leósson ('88 )

Lestu um leikinn

ÍBV 3 - 2 Þróttur R.
1-0 Guðjón Pétur Lýðsson ('26 )
2-0 Ísak Andri Sigurgeirsson ('56 )
2-1 Sam Hewson ('70 , víti)
3-1 Seku Conneh ('90 )
3-2 Sam Hewson ('94 )

Þór 1 - 2 Selfoss
0-1 Valdimar Jóhannsson ('21 )
0-2 Gary John Martin ('42 )
1-2 Ólafur Aron Pétursson ('45 )

Lestu um leikinn

Afturelding 1 - 3 Grindavík
1-0 Kári Steinn Hlífarsson ('4 )
1-1 Viktor Guðberg Hauksson ('35 )
1-2 Viktor Guðberg Hauksson ('40 )
1-3 Josip Zeba ('83 )

Rautt spjald: Estanislao Igor Marcellan Garcia, Afturelding ('86) Lestu um leikinn

Víkingur Ó. 3 - 5 Grótta
0-1 Kári Sigfússon ('4 )
0-2 Pétur Theódór Árnason ('15 )
0-3 Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('31 )
0-4 Óliver Dagur Thorlacius ('50 )
1-4 Harley Bryn Willard ('62 )
2-4 Bjarni Þór Hafstein ('68 )
2-5 Björn Axel Guðjónsson ('78 )
3-5 Harley Bryn Willard ('90 )

Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner