Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. október 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Aldrei orðið fyrir aðkasti sem samkynhneigður dómari
James Adcock.
James Adcock.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög þakklátur fyrir þá staðreynd að vera opinberlega samkynhneigður maður sem tekur þátt í fótbolta," segir dómarinn James Adcock í viðtali við hlaðvarpsþátt BBC.

Adcock hefur elskað íþróttina frá því að hann man eftir sér og fylgdi í fótspor föður síns sem einnig var dómari.

Adcock er 37 ára og kom úr skápnum fyrir tíu árum síðan. Hann er dómari í ensku deildakeppninni, hefur dæmt fjölmarga leiki í Championship-deildinni og starfað sem fjórði dómari í úrvalsdeildinni.

„Áður en ég varð atvinnudómari vissu sumir að ég væri samkynhneigður og sumir ekki. Nú vita allir kollegar mínir þetta og það truflar enga, þvert á móti fæ ég stuðning frá þeim því þeir vita að það eru enn hindranir í veginum," segir Adcock.

„Ég hef aldrei orðið fyrir neinu aðkasti í fótboltanum því ég er samkynhneigður. Ég get ekki sagt ykkur neina sögu í þá áttina. Þú ert ekki dæmdur af kynhneigð þinni og þetta hefur aldrei verið vandamál. Ég er ekki að dæma af því ég er samkynhneigður, ég dæmi því ég elska að taka þátt í þessari íþrótt."

Þess má geta að Adcock kom hingað til lands í skiptidómaraverkefni fyrir tíu árum og tók þátt í þremur leikjum. Hann dæmdi Selfoss - ÍR og ÍA - Leikni ásamt því að vera aðstoðardómari í leik Breiðabliks og Þórs.
Athugasemdir
banner
banner