Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. nóvember 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurmarkið gegn City hátindurinn á ferli Rashford
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, segir að sigurmark sitt gegn Manchester City í mars 2016 sé hátindurinn á sínum ferli hingað til.

Rashford braust fram á sjónarsviðið með látum undir stjórn Louis van Gaal tímabilið 2015/16. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið United í febrúar 2016 og mánuði síðar skoraði hann sigurmarkið í slagnum um Manchester á Etihad-vellinum, heimavelli City.

Rashford er aðeins 21 árs en hann hefur unnið FA-bikarinn, deildabikarinn og Evrópudeildina, auk þess sem hann hefur tvisvar sinnum farið á stórmót með Englandi en þetta mark segir hann vera sitt besta augnablik á ferlinum hingað til.

„Að skora sigurmark þarna er besta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum," sagði Rashford við heimasíðu United.

United heimsækir City í dag en þegar liðin mættust á síðustu leiktíð vann United 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir.

„Síðasti grannaslagur á heimavelli City var magnaður. Vonandi getum farið farið af vellinum með svipaða tilfinningu í dag."


Athugasemdir
banner
banner