Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. nóvember 2020 10:17
Magnús Már Einarsson
Cosimo Inguscio stýrir Ungverjum gegn Íslandi
Icelandair
Cosimo Inguscio á spjalli við leikmann gríska landsliðisins.
Cosimo Inguscio á spjalli við leikmann gríska landsliðisins.
Mynd: Getty Images
Cosimo Inguscio mun stýra Ungverjum gegn Íslandi í leiknum í umspili um sæti á EM annað kvöld. Þetta segja ungverskir fjölmiðlar.

Marco Rossi, þjálfari Ungverja, hefur greinst með kórónuveiruna og verður því fjarri góðu gamni í stórleiknum á morgun.

Cosimo aðstoðarþjálfari mun sjá um að stýra liðinu á morgun en hann var ráðinn í starfið sumarið 2018 þegar Rossi tók við.

Hinn 57 ára gamli Cosimo hefur áður stýrt Ungverjum en það gerði hann í Þjóðadeildinni í fyrra í 2-0 sigri á heimavelli gegn Eistlandi.

Rossi var þá í banni eftir að hafa látið dómarann heyra það í leik gegn Grikklandi.

Cosimo verður við stjórnvölinn á morgun en hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Honved í Ungverjalandi og Dunajska Streda í Slóvakíu en það lið vann FH í Evrópudeildinni í sumar.

Giovanni Costantino, sem er í þjálfarateymi Ungverja, greindist með kórónuveiruna fyrir helgi og hann verður einnig fjarri góðu gamni á morgun.

Ungverjar áttu að vera með fréttamannafund fyrir leikinn klukkan 11:00 í dag en þeim fundi hefur nú verið frestað til 19:00 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner