Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. nóvember 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Argentínski hópurinn: Messi og Mac Allister fara á HM
Lionel Scaloni og Lionel Messi.
Lionel Scaloni og Lionel Messi.
Mynd: EPA
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: EPA
Búið er að opinbera 26 manna leikmannahóp Argentínu fyrir HM. Landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni velur fimm leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni.

Emi Martinez (Aston Villa), Cristian Romero (Tottenham), Lisandro Martínez (Man Utd), Alexis Mac Allister (Brighton) og Julian Alvarez (Man City) fengu kallið. Alvarez mun berjast um mínútur við Paulo Dybala og Lautaro Martínez. Hinn 21 árs gamli Enzo Fernandez, leikmaður Benfica, á fæsta landsleiki af þeim sem eru valdir eða tvo talsins.

Lionel Messi er að sjálfsögðu í hópnum, hann er á leið á sitt fimmta og líklega síðasta HM á ferlinum. Argentína hefur tvisvar orðið heimsmeistari, fyrst 1978 og svo aftur 1986. Argentína er í C-riðli ásamt Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi.

Giovani Lo Celso (meiddur) og Angel Correa eru sennilega stærstu nöfnin sem ekki eru valdir. Alejandro Garnacho (Man Utd), Manuel Lanzini (West Ham) og Emi Buendia (Aston Villa) fengu ekki heldur kallið.

Hópurinn

Markverðir: Emi Martínez, Franco Armani, Geronimo Rulli

Varnarmenn: Nahuel Molina, Gonzalo Montiel, Cristian Romero, German Pezzella, Nicolas Otamendi, Lisandro Martínez, Marcos Acuna, Nicolas Tagliafico, Juan Foyth

Miðjumenn: Leandro Paredes, Guido Rodriguez, Rodrigo De Paul, Exequiel Palacios, Alexis Mac Allister, Enzo Fernandez, Angel Di María, Nico González

Sóknarmenn: Lionel Messi, Paulo Dybala, Papu Gomez, Lautaro Martínez, Julian Alvarez, Joaquin Correa
Athugasemdir
banner
banner
banner