Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Al Sadd staðfestir viðræður Xavi við Barcelona
Xavi
Xavi
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Xavi er í viðræðum við Barcelona um að taka við liðinu en Ghulam Al Balushi, yfirmaður íþróttamála hjá Al Sadd, staðfestir þetta við fjölmiðla í Katar.

Það þykir líklegt að Barcelona reki Ernesto Valverde á næstu dögum en Börsungar byrja árið illa og töpuðu meðal annars fyrir Atlético Madrid í undanúrslitum Ofurbikars Spánar á dögunum.

Það hefur legið í loftinu að reka Valverde og er nú talið að það verði að veruleika en Barcelona vill fá Xavi í brúnna.

Xavi, sem er 39 ára gamall, vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður hjá Barcelona, en hann samdi við Al Sadd árið 2015 áður en hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári.

Hann er nú þjálfari liðsins en svo virðist sem að hann sé að fara taka við sínum gömlu félögum á Spáni.

Ghulam Al Balushi, yfirmaður íþróttamála hjá Al Sadd, staðfesti viðræðurnar og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni en aðeins sólarhringur er síðan Al Sadd neitaði að Barcelona hefði haft samband vegna Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner