Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. janúar 2023 19:04
Brynjar Ingi Erluson
FIFA velur besta fótboltafólk ársins - Þessi eru tilnefnd
Lionel Messi þykir sigurstranglegur
Lionel Messi þykir sigurstranglegur
Mynd: EPA
Beth Mead gæti unnið verðlaunin í kvennaflokki
Beth Mead gæti unnið verðlaunin í kvennaflokki
Mynd: EPA
Emiliano Martínez er tilnefndur til verðlauna sem besti markvörður ársins
Emiliano Martínez er tilnefndur til verðlauna sem besti markvörður ársins
Mynd: EPA
Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, mun líklega vinna verðlaunin sem besti þjálfari ársins í kvennaflokki
Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, mun líklega vinna verðlaunin sem besti þjálfari ársins í kvennaflokki
Mynd: Getty Images
Alþjóðafótboltasamband, FIFA, hefur opinberað tilnefningar til verðlauna sem besta fótboltafólk ársins.

Þann 27. febrúar næstkomandi verður besta fótboltafólk heims komið saman á hátíð FIFA.

Verðlaunin hafa verið haldin árlega frá 2016 er FIFA sleit samstarfi sínu við France Football.

Cristiano Ronaldo og Robert Lewandowski hafa unnið þau oftast, eða tvisvar sinnum.

Lionel Messi, leikmaður PSG og argentínska landsliðsins, þykir sigurstranglegastur í ár, eftir að hafa unnið HM með Argentínu og eftir að hafa unnið frönsku deildina með PSG.

Beth Mead, leikmaður enska landsliðsins, og Alexia Putellas hjá Barcelona þykja sigurstranglegar um verðlaunin besta fótbolta kona heims.

Einnig er valið um bestu þjálfara í karla- og kvennaflokki og um besta markvörðinn í sömu flokkum.

Besti fótboltamaður ársins: Julián Álvarez (Argentína / River Plate / Manchester City FC), Jude Bellingham (England / BV Borussia 09 Dortmund) , Karim Benzema (Frakkland / Real Madrid CF) , Kevin De Bruyne (Belgía / Manchester City FC), Erling Haaland (Noregur / BV Borussia 09 Dortmund / Manchester City FC), Achraf Hakimi (Marokkó / Paris Saint-Germain) , Robert Lewandowski (Pólland / FC Bayern München / FC Barcelona), Sadio Mané (Senegal / Liverpool FC / FC Bayern München), Kylian Mbappé (Frakkland / Paris Saint-Germain), Lionel Messi (Argentína / Paris Saint-Germain), Luka Modri? (Króatía / Real Madrid CF), Neymar (Brasilía / Paris Saint-Germain), Mohamed Salah (Egyptaland / Liverpool FC), Vinícius Junior (Brasilía / Real Madrid CF).
Besta fótboltakona ársins: Aitana Bonmatí (Spánn / FC Barcelona), Debinha (Brasilía / North Carolina Courage), Jessie Fleming (Kanada / Chelsea FC Women), Ada Hegerberg (Noregur / Olympique Lyonnais), Sam Kerr (Ástralía / Chelsea FC Women), Beth Mead (England / Arsenal WFC), Vivianne Miedema (Holland / Arsenal WFC), Alex Morgan (Bandaríkin / Orlando Pride / San Diego Wave), Lena Oberdorf (Þýskaland / VfL Wolfsburg), Alexandra Popp (Þýskaland / VfL Wolfsburg), Alexia Putellas (Spánn / FC Barcelona), Wendie Renard (Frakkland / Olympique Lyonnais), Keira Walsh (England / Manchester City WFC / FC Barcelona), Leah Williamson (England / Arsenal WFC).
Besti markvörður í karlaflokki:
Álisson Becker (Brasilía / Liverpool FC) Yassine Bounou (Marokkó / Sevilla FC) Thibaut Courtois (Belgía / Real Madrid CF) Ederson (Brasilía / Manchester City FC) Emiliano Martínez (Argentína / Aston Villa FC)
Besti markvörður í kvennaflokki:
Ann-Katrin Berger (Þýskaland / Chelsea FC) Mary Earps (England / Manchester United WFC) Christiane Endler (Síle / Olympique Lyonnais) Merle Frohms (Þýskaland / Eintracht Frankfurt / VfL Wolfsburg) Alyssa Naeher (Bandaríkin / Chicago Red Stars) Sandra Paños García-Villamil (Spánn / FC Barcelona)
Besti þjálfari í karlaflokki:
Carlo Ancelotti (Ítalía / Real Madrid CF) Didier Deschamps (Frakkland / Franska landsliðið) Pep Guardiola (Spánn / Manchester City FC) Walid Regragui (Marokkó / Wydad AC / Landslið Marokkó) Lionel Scaloni (Argentína / Argentínska landsliðið)
Besti þjálfari í kvennaflokki:
Sonia Bompastor (Frakkland / Olympique Lyonnais) Emma Hayes (England / Chelsea FC Women) Bev Priestman (England / Landslið Kanada) Pia Sundhage (Svíþjóð / Landslið Brasilíu) Martina Voss-Tecklenburg (Þýskaland / Landslið Þýskalands) Sarina Wiegman (Holland / Enska landsliðið)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner