Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. febrúar 2018 23:00
Ingólfur Stefánsson
Sané gæti óvænt snúið aftur gegn Basel
Sane fagnar marki.
Sane fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Leroy Sané leikmaður Manchester City gæti óvænt snúið til baka í liðið gegn Basel í Meistaradeildinni annað kvöld.

Sané meiddist í leik gegn Cardiff í enska bikarnum fyrir tveimur vikum og var talið að hann yrði frá í sex vikur.

Pep Guardiola stjóri City reiknar með Sane í leikmannahópnum gegn Basel eftir undraverðan bata.

„Ég er hissa. Hann hefur lagt mikið á sig og ég er hissa á því hað hann hefur í raun verið duglegur. Sjúkraþjálfarinn hefur einnig verið frábær," sagði Guardiola.

„Hann er ekki upp á sitt besta alveg strax en hann er með okkur og vill hjálpa okkur. Það eru góðar fréttir."
Athugasemdir
banner
banner
banner