Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. apríl 2019 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Reynir Sandgerði vann í Garðabæ
Mynd: Jón Örvar Arason
Vængirnir geta skorað bæði innan- og utanhúss.
Vængirnir geta skorað bæði innan- og utanhúss.
Mynd: Vængir Júpiters - Twitter
Þremur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Mjólkurbikarnum og koma óvænt úrslit úr Garðabænum þar sem KFG datt úr leik.

KFG fékk Reyni Sandgerði í heimsókn og komst yfir með marki frá Jóhanni Ólafi Jóhannssyni á 66. mínútu. Fjórum mínútum síðar var Bojan Stefán Ljubicic búinn að jafna með marki úr vítaspyrnu.

Ekki tókst að útkljá sigurvegara í venjulegum leiktíma svo grípa þurfti til framlengingar. Þar gerði Admir Kubat eina markið og tryggði Reynismönnum frábæran sigur, enda leikur KFG í 2. deild á meðan Reynir S. er í 3. deild.

Ægir hafði þá betur gegn Fenri og Vængir Júpíters skoruðu níu gegn Kóngunum.

Jónas Breki Svavarsson lék þar á alls oddi og setti þrennu. Enginn annar leikmaður Vængjanna skoraði meira en eitt samkvæmt upplýsingum frá Úrslit.net.

Reynir S. á næst afar erfiðan leik við Þrótt R. á meðan Ægir heimsækir KB eða Snæfell og Vængir Júpíters eiga annað hvort leik við KM eða Kórdrengi.

KFG 1 - 2 Reynir Sandgerði
1-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('66)
1-1 Bojan Stefán Ljubicic ('70, víti)
1-2 Admir Kubat ('101)

Fenrir 0 - 2 Ægir
0-1 Emanuel Nikpalj ('28, víti)
0-2 Ásgrímur Þór Bjarnason ('39)
Rautt spjald: Haukur Björn Guðnason, Fenrir ('90)

Vængir Júpíters 9 - 0 Kóngarnir
1-0 Jónas Breki Svavarsson ('4)
2-0 Bragi Þór Kristinsson ('8)
3-0 Ingimar Daði Ómarsson ('20)
4-0 Jónas Breki Svavarsson ('57)
5-0 Stefán Þór Ingvarsson ('61, sjálfsmark)
6-0 Daníel Rögnvaldsson ('66)
7-0 Gunnar Orri Guðmundsson ('71)
8-0 Jónas Breki Svavarsson ('76)
9-0 Antonio Ndong Nsambi ('83)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner