Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. apríl 2019 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Tommy Smith er látinn
Mynd: Getty Images
Tommy Smith er mikil goðsögn innan knattspyrnufélagsins Liverpool og lést hann í dag, 74 ára að aldri.

Smith var grjótharður varnarmaður og lék hann 638 leiki fyrir Liverpool á átján árum. Hann var fyrirliði félagsins í þrjú ár og vann níu stórtitla með félaginu.

Hann lék lykilhlutverk er Liverpool vann enska bikarinn í fyrsta sinn árið 1965, með Bill Shankly við stjórnvölinn. Tólf árum síðar skoraði hann mikilvægt mark í úrslitaleiknum er Liverpool vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil undir stjórn Bob Paisley.

Smith lést í svefni á hjúkrunarheimili en heilsu hans hafði farið hrakandi undanfarin ár.

Eiginkona hans lést fyrir fjórum árum og skilur hann eftir sig tvö börn og fjögur barnabörn.








Athugasemdir
banner
banner
banner