Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 12. júní 2018 09:44
Elvar Geir Magnússon
Alfreð: Auðvelt að segja að Messi fari alltaf til hægri
Icelandair
Alfreð segist vera í mjög góðu standi líkamlega.
Alfreð segist vera í mjög góðu standi líkamlega.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þetta hefur staðist allar væntingar og rúmlega það," segir Alfreð Finnbogason um aðstæðurnar sem íslenska landsliðið hefur í Rússlandi. Hann segist hafa verið búinn undir hvað sem er.

„Það mikilvægasta er völlurinn og hann er hrikalega góður eins og aðstaðan hérna. Veðrið er gott og hótelið mjög fínt. Á rússneskan standard er það örugglega nía eða tía."

Hvernig er að vakna á hverjum degi og hugsa um að HM sé handan við hornið?

„Maður er að berjast við að vera ekki yfirspenntur. Það er óhjákvæmilegt að spennan stigmagnist með hverjum degi. Maður er ekki kominn í geðveikina en það er eðlilegt að þetta stigmagnist."

Alfreð segir að íslenski hópurinn telji sig hafa fundið einhverja veikleika í hinu gríðarlega sterka argentínska landsliðið.

„Við förum í hvern leik með klárt plan og í þeirra leikstíl eru klárlega ákveðnir hlutir sem við getum nýtt okkur. Svo mun bara koma á daginn hvernig við munum nýta okkur það. Við verðum að þora að taka einhverja sénsa. Varðandi styrkleika þá getum við tekið langan tíma í að fara yfir þá. Þetta er heimsklassa lið," segir Alfreð.

Hann telur að það sé ekki auðveldara fyrir Ísland að taka út argentínska liðið en fyrir Argentínumenn að taka út okkar leikstíl.

„Ég held að við séum lið sem er mjög auðvelt að „skáta" en það er hinsvegar mjög erfitt að spila á móti okkur. Það eru mörg lið þannig. Það kemur í raun ekki mikið á óvart í okkar leik. Það vita allir að við tökum löng innköst en samt skoruðum við úr löngu innkasti gegn Englandi og skoruðum úr horni í síðasta leik. Það er auðvelt að segja að Messi fari alltaf til hægri en þegar á hólminn er komið er erfitt að díla við það."

Alfreð segist búa sig undir leikinn eins og hann muni verða í byrjunarliðinu.

„Þannig undirbý ég mig alltaf. Ég er ekki mikið að hugsa um eitthvað annað. Ég er með góða tilfinningu og það hefur gengið vel í undirbúningnum. Ég er á góðum stað líkamlega og hafði mjög gott af þessum æfingaleikjum," segir Alfreð
Athugasemdir
banner