Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. júní 2018 14:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Tottenham fær 48 klukkustunda frest til að tilkynna hvar liðið spilar á næstu leiktíð
Kane og félagar munu að öllum líkindum spila fyrstu þrjá leiki tímabilins á útivelli.
Kane og félagar munu að öllum líkindum spila fyrstu þrjá leiki tímabilins á útivelli.
Mynd: Getty Images
Tottenham mun ekki vita hvar liðið spilar heimaleiki sína á næstu leiktíð þegar enska úrvalsdeildin kynnir leikjaplan næsta tímabils á fimmtudaginn.

Knattspyrnusambandið hefur gefið forráðamönnum Tottenham 48 klukkustunda frest til að ákveða hvort þeir muni endurnýja leigusamning sinn á Wembley. Þetta er í annað skiptið sem félagið frestar ákvarðanartöku í þessu máli.

Tottenham átti að tilkynna knattspyrnusambandi Englands á miðvikudaginn ef þeir vildu spila fyrst heimaleiki sína á þjóðarleikvanginum. Frestinum hafði þá þegar verið seinkað en upphaflega átti félagið að svara í lok maí.

Um það bil þrjú þúsund verktakar vinna nú dag og nótt til þess að klára nýja heimavöllinn í tíma. Enska úrvalsdeildin mun leyfa Spurs að spila fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu á útivelli. West Ham og Liverpool hafa áður fengið svipaðar undanþágur.

Félagið þarf að fá sérstakt leyfa frá Knattspyrnusambandinu til þess að spila á tveimur mismunandi heimavöllum á einu tímabili. Forráðamenn Tottenham virðast þó ekki hafa miklar áhyggjur af því að fá þeirri undanþágu framgengt.

Nýr leikvangur Tottenham mun verða öllu stærri en gamli leikvangur liðsins og taka 62,062 manns í sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner