Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. júní 2022 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blendnar tilfinningar þegar Kristall spilar svona vel
Icelandair
Kristall Máni í viðtali.
Kristall Máni í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason var einn af máttarstólpunum í U21 landsliðinu sem tryggði sig inn í umspilið fyrir lokakeppni EM í gær.

Kristall er búinn að leika frábærlega með Víkingum í sumar, og auðvitað í fyrra líka þegar hann hjálpaði liðinu að vinna bæði Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitilinn.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær þar sem hann var spurður út í frammistöðu Kristals með U21 landsliðinu.

„Það er alltaf gaman að horfa á hann spila og hann er búinn að bæta leik sinn gríðarlega mikið, ekki bara með bolta heldur líka án boltans," sagði Arnar.

„Það eru svona blendnar tilfinningar að sjá hann spila svona vel því þá styttist alltaf í það að hann fari út sko. Það eru örugglega nokkur lið í Bestu deildinni sem eru að hringja í umboðsmenn og reyna að fá hann út í júlí," sagði Arnar léttur. „Hann á skilið að fara út fyrr en seinna."

„Ég man eftir því þegar þeir í U21 voru að spila við Portúgal. Hann var einn af þeim sem gat skipt um treyju við Portúgala í hálfleik og litið vel út í þeirra búningi; þessi tækni og leikskilningur."

Kristall Máni, sem er bara tvítugur, á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Útvarpsþátturinn - Landsliðin og Víkingar með Arnari Gunnlaugs
Athugasemdir
banner
banner